Rekstrarhagfræði

Rekstrarhagfræði

Í námskeiðinu er fjallað um meginþætti rekstrarhagfræðinnar og aðferðafræði hennar. Fjallað er um undirstöðuhugtök eins og lögmál framboðs, lögmál eftirspurnar og jafnvægi á markaði. Fjallað er um eiginleika afurða, einsleitni eða aðgreiningu þeirra og teygni. Uppruni framboðs í framleiðsluþáttum sínum og kostnaði er rakinn. Framleiðslu- og kostnaðarföll eru skoðuð, afleidd föll og kjörstaða reiknuð. Uppruni eftirspurnar er rakinn til vals neytenda og tekna þeirra. Fjallað er um skattlagningu, tolla og alþjóðaviðskipti. Áhrif stjórnvalda á niðurstöðu markaðar skoðuð, sem dæmi val þeirra á milli fræðslu (áróðurs) og skattlagningar við neyslustýringu. Fjallað er um almannagæði og skilyrði afurðar til að geta orðið markaðsafurð. Farið er ítarlega yfir ólík samkeppnisskilyrði á markaði, fullkomna samkeppni, einkasölu, fákeppni og einkasölusamkeppni. Gerð er grein fyrir framleiðsluþáttum og mörkuðum fyrir vinnuafl og fjármagn. Markmið námskeiðsins er að bjóða upp á yfirgripsmikið námskeið í grunnþáttum rekstrarhagfræðinnar. 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast aukinn skilning á rekstrarhagfræði

Þátttökugjald er 164.000 kr.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 23. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember – 1. desember.    

Kennari

Kennari námskeiðsins er Erlendur Ingi Jónsson, lektor við Háskólann á Bifröst

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 2. október 2023. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.