Opinber stjórnsýsla: Stjórnsýslu- og sveitastjórnarréttur
Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði stjórnsýsluréttar, verkefni stjórnvalda og stöðu réttarsviðsins innan opinbers réttar, m.a. með hliðsjón af stjórnskipunarrétti. Fjallað er um uppbyggingu stjórnsýslukerfisins, réttarheimildir og grundvallarhugtök stjórnsýsluréttarins. Vikið verður að tilurð, skýringu, gildissviði og túlkun stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Sérstaklega er gerð grein fyrir aðild að stjórnsýslumáli og hugtakinu stjórnvaldsákvörðun. Stór hluti námskeiðsins felur í sér umfjöllun um málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga og feril stjórnsýslumáls með tilliti til þessara reglna. Þá er fjallað um siðareglur í opinberri stjórnsýslu, valdmörk stjórnvalda, upplýsingalögin og meðferð persónuupplýsinga.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast aukinn skilning á stjórnsýslu- og sveitastjórnarrétti
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu í Borgarnesi. Kennsla hefst 1. mars 2024 og stendur til 19. apríl 2024. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 14.-17. mars í Borgarnesi, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Bryndís Gunnlaugsdóttir Hólm
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2024.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.