Opinber stjórnsýsla: Inngangur að stjórnsýslu- og stjórnskipunarrétti
Á námskeiðinu verður fjallað um megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar skv. stjórnarskrá
lýðveldisins Íslands sbr. lög nr. 33/1944 og fjallað um íslenska stjórnkerfið í víðu samhengi. Á
námskeiðinu er annars vegar fjallað um stjórnsýsurétt en innan þess réttarsviðs fellur
grundvallaruppbygging stjórnkerfisins og helstu verkefni stjórnsýslunnar. Fjallað er um
tvískiptingu stjórnsýslustigsins í ríkisvald og sveitarfélög og verkaskiptingu þar á milli. Fjallað
er um þrískiptingu ríkisvaldsins og hvernig ætlast er til að hver valdaeining veiti annarri aðhald.
Fjallað er um skipulag ráðuneyta og ríkisstofnana og um hlutverk þeirra samkvæmt lögum. Á
námskeiðinu verður jafnframt fjallað um grundvallarhugtök stjórnsýsluréttarins. Vikið verður
að tilurð, skýringu og gildissviði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fjallað verður um
málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga og feril stjórnsýslumáls. Loks verður fjallað um
upplýsingalögin og nýjar persónuverndarreglur.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja geta þekkja uppbyggingu stjórnkerfisins
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fimmtán vikur og þátttakendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst og eina á Teams. Kennsla hefst 21. ágúst 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 7.-10. september 2023 og ein Teamslota dagana 2.-5. nóvember en nánari tímasetningar eru kynntar í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember - 1. desember 2023.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Bryndís Gunnlaugsdóttir Hólm
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.