Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana

Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana

Nýsköpun er nauðsynleg fyrir fyrirtæki, opinbera stjórnsýslu og aðrar stofnanir. Það þarf nýsköpun til að móta þróunina í stað þess að bregðast aðeins við því sem aðrir gera. Það þarf nýsköpun til að viðhalda fjárhagslegri farsæld, en einnig til að auka sjálfbærni og vera virkur hluti af stafrænni umbreytingu fyrirtækja og samfélagsins. Tilgangur námskeiðsins er að efla nýsköpunarhugsun þáttakenda og örva þá til skapandi verka. Kynntar verða kenningar um nýsköpun og þeim beitt. Ennfremur er farið yfir hvernig hægt er að breyta nýstárlegum hugmyndum í viðskiptatækifæri. Nemendur læra að bera kennsl á og greina viðskiptatengda þætti nýsköpunarhugmynda og setja upp samsvarandi viðskiptaáætlun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja auka hæfni sína í að útfæra hugmyndir sínar svo þær verði að viðskiptatækifærum

Þátttökugjald er 164.000 kr

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. 

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fjórtán vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda vinnustofu í Borgarnesi auk rafrænnar vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 12. apríl 2024. Rafræn vinnustofa verður á tímabilinu 18.-21. janúar. Vinnustofa í Borgarnesi verður á tímabilinu 14.-17. mars. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Fida Abu Libdeh. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.