Neyðaraðstoð og endurreisn

Neyðaraðstoð og endurreisn

Eðlilega beinast fyrstu viðbrögð að björgun mannslífa en í þessu námskeiði er sjónum beint að neyðaraðstoð og endurreisn eða þeim þáttum sem taka við þegar björgun mannslífa er lokið. Geta samfélaga til að takast á við þessa þætti segir mikið til um seiglu þeirra.

Þekking og leikni:

  • Hafa þekkingu á hvað felst í neyðaraðstoð.
  • Hafa þekkingu á hvað felst í endurreisn.
  • Hafa þekkingu og skilning á mikilvægi þess að fella vinnu að áhættuminnkandi aðgerðum inn í endurreisn vegna áfalla.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og innsýn í hvernig skipuleggja má neyðaraðstoð og endurreisn.

Þátttökugjald er 149.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 3. janúar 2023 og stendur til 17. febrúar 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofur verða haldnar á Bifröst á tímabilinu 26.-29. janúar 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13.-17. febrúar 2023.  

Kennarar

Kennari námskeiðsins eru Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Ásthildur Elva Bernharðsdóttir og Jón Brynjar Birgisson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.