Neyðaraðstoð og endurreisn

Neyðaraðstoð og endurreisn

Ýmiss konar áföll vegna t.d. náttúruhamfara, bruna, tæknislysa, sjóslysa og smitsjúkdóma geta valdið alvarlegri röskun innan samfélaga. Þolendur slíkra áfalla geta orðið fyrir líkamlegu, sálrænu, félagslegu og fjárhagslegu áfalli. Eðlilega beinast fyrstu viðbrögð að björgun mannslífa en í þessu námskeiði er sjónum beint að neyðaraðstoð og endurreisn eða þeim þáttum sem taka við þegar björgun mannslífa er lokið. Geta samfélaga til að takast á við þessa þætti segir mikið til um seiglu þeirra. Áskorunin er að byrja að vinna að þeim sem næst í tíma og helst samsíða björgunaraðgerðum til að minnka skaðann sem mest. Í byrjun er megináherslan á neyðaraðstoð en þegar frá líður lýkur henni og áherslan verður á endurreisnina. Neyðaraðstoð snýr að tímabundnum úrræðum fyrir þá sem þurfa að glíma við afleiðingar áfalla. Verkefni endurreisnar eru flókin og vinna að lausn þeirra tekur langan tíma og lýkur með því að verkefni og markmið þess falla inn í daglega starfsemi. Mikilvægur þáttur endurreisnar er að draga lærdóm af áfalli og nýta hann til áhættuminnkandi aðgerða vegna hugsanlegra áfalla. Rauði krossinn mun sjá um að leiða nemendur í gegnum neyðaraðstoð í fyrstu viðbrögðum, skipulag á sálfélagslegum stuðningi í almannavörnum, uppsetningu samráðshópa áfallahjálpar, væntingastjórnun o.fl. Eins verður farið yfir framkvæmd endurreisnar hér á landi og litið á fjölmörg dæmi þar um, s.s.  vegna eldgosa í Eyjafjöllum, jarðskjálfta á Suðurlandi og aurskriða á Seyðisfirði. Nemendur munu ná yfirsýn yfir hugsanleg verkefni og hvernig skipuleggja megi lausn þeirra áður en áföllin skella á. Verður nemendum falið að vinna að raunhæfri langtíma viðbragðsáætlun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu og innsýn í hvernig skipuleggja má neyðaraðstoð og endurreisn.

Þátttökugjald er 219.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 25.-28. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.   

Kennarar

Kennari námskeiðsins eru Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, Andrea Marta Knudsen og Jón Brynjar Birgisson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.