Menningarstefna og menningarstjórnun

Menningarstefna og menningarstjórnun

Í námskeiðinu kynnast nemendur forsendum menningarstefnu og menningarstjórnunar sem viðfangsefna í stjórnsýslu og rekstri. Við skoðum stjórnun menningar sem fag, fræðigrein og átakasvæði, og setjum lykilhugtök stjórnunarfræða í samhengi við áhrif af þekkingarframleiðslu stjórnunariðnaðarins. Fjallað er um fagurfræði stjórnunar, hlutverk stjórnenda innan menningar og listheimsins, listmarkaði, stjórnun í menningarkerfum og gagnrýni á opinbera stefnumörkun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja hafa skilning á helstu siðferðilegu álitamálum er snúa að fjölmiðlun.

Þátttökugjald er 156.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. mars 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 16.-19. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins eru Njörður Sigurjónsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.