Menningarkortlagning

Menningarkortlagning

Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakendum menningarkortlagningu sem tæki til skilninings á mikilvægi menningar og skapandi greina í samfélagslegu og efnahagslegu tilliti. Nemendur kynnast umhverfi skapandi greina í þéttbýlis- og dreifbýliskjörnum í gegnum Evrópurannsóknina IN SITU sem fjallar um áhrif skapandi greina á nýsköpun. Þá eru áhrif opinberrar stefnumótunar bæði hérlendis og alþjóðlega skoðuð í þessu samhengi. Könnuð verður aðferðafræði samfélagsrannsókna og menningarkortlagningar þessu tengt.

Þátttökugjald, forkröfur og einingar

Þátttökugjald er 149.000 kr

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 4. maí.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.