Máttur kvenna - rekstur fyrirtækis

Máttur kvenna

Máttur kvenna – rekstur fyrirtækis er 12 vikna nám fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Námsleiðin samanstendur af fimm námskeiðum sem eru samþætt þannig að nemendur vinna að stóru verkefni jafnt og þétt yfir námstímann þar sem gerð er viðskiptaáætlun og unnið með áfram með hana í námskeiðum um stafræna markaðssetningu, framsækni og fjármálum fyrirtækja. Í lokin kynna allir verkefnið. 

Ekki eru gerðar forkröfur um fyrra nám. 

Námskeið námsleiðar og umfang

Námsleiðin Máttur kvenna – rekstur fyrirtækis er 12 vikna nám sem samanstendur af fimm námskeiðum. Námið veitir ekki einingar en umfang og markmið náms eru skilgreind með hliðsjón af framhaldsskólaeiningum. Markmið námskeiða samsvara hæfniþrepi 2 á íslenska hæfnirammanum.

Umfang námsleiðar 195-270 klst, sem samsvarar um 11 framhaldsskólaeiningum. Nemendur geta búist við að verja um 13-20 klst á viku í námið fyrir utan fundi og vinnuhelgar.

Námskeiðin eru eftirfarandi:

  • Framsækni – örugg tjáning. Kennari: Sirrý Arnardóttir. Námskeiðið er kennt allan námstímann. Kennsla er á upphafsfundi, reglulegum Teams fundum, staðlotum og viðburðum sem kennari skipuleggur. Umfang: Um 55-70 klst (samsvarar 3 framhaldsskólaeiningum)
  • Upplýsingatækni: Kennari: Jón Freyr Jóhannsson. Námskeiðið hefst með kennslu á vinnudegi 4. febrúar en fer svo fram í fjarnámi 6.-24. febrúar. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)
  • Stofnun og rekstur fyrirtækja: Kennari: Jón Snorri Snorrason og Elín Jónsdóttir. Kennt er í fjarnámi 27. febrúar til 17. mars og í vinnustofu á staðlotu 4. mars. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)
  • Markaðssetning í stafrænum heimi: Kennari: Atli Björgvinsson. Námskeiðið hefst með kennslu á staðlotu 5. mars en fer svo fram í fjarnámi 20. mars – 14. apríl. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)
  • Fjármál og fjármögnun fyrirtækja: Kennari: Stefán Kalmansson. Námskeiðið hefst með kennslu á staðlotu 15. apríl en fer svo fram í fjarnámi 17. apríl til 6. maí. Umfang: um 35-50 klst (samsvarar 2 framhaldsskólaeiningum)

Ítarlegri lýsingar á námskeiðum má finna í námskrá námsleiðarinnar

Áhersla er á verkefnamiðað námsmat. Nemendur vinna að stóru verkefni jafnt og þétt allan námstímann auk þess sem þeir leysa verkefni sem kennarar leggja fyrir í námskeiðum

Fyrirkomulag

Námið fer bæði í fjarnámi á kennsluvef skólans og í staðlotum. Nemendur mæta í kynningu við upphaf námssins og á vinnudag. Fyrirlestrar eru 4-5 í hverju námskeiði og eru birtir á kennsluvef skólans samkvæmt kennsluáætlun hvers námskeiðs. Tvisvar sinnum á tímabilinu mæta nemendur á staðlotur á Bifröst. Formleg útskrift verður úr náminu þar sem útskriftarskírteini verða afhent.

Nánari upplýsingar um dagskrá námsins eru HÉR

Gisting og veitingar 

Gisting og veitingar á staðlotum er innifalið í verði námskeiðs.

Þátttakendur gista í einstaklingsherbergjum í sex svefnhbergja íbúðum sem eru með sameiginlegu eldhúsi, setustofu og baðherbergi.  

Styrkur

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 17. janúar 2023

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Endurmenntun Háskólans á Bifröst áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki næst lágmarksskráning. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 15.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.