Massamiðlun

Massamiðlun

Hver er þróun miðlunar, sér í lagi þróun stafrænnar miðlunar, og hvaða áhrif hefur hún á félagslegar og samfélagslegar aðstæður? 

Mörgum af áhrifaríkustu byltingum sögunnar hefur verið náð fram með félagslegum hreyfingum - þar sem fólk hópast saman í kringum sameiginlegt vandamál og berst fyrir félagslegum umbótum. Slíkar hreyfingar byggjast á samskiptum og eru bundnar þeim samskiptaleiðum sem standa til boða. Þróun á miðlunar- og samskiptatækná fyrsta fjórðungi 21. aldar hefur gert einstaklingum og hópum fært að þróa nýjar aðferðir til að dreifa skilaboðum og koma málstað sínum á framfæri, virkja fólk og skipuleggja fjöldahreyfingar - jafnvel á heimsvísu. Á sama tíma eru tæknirisar á borð við Google og félagasamtök með frumkvæði í þróunarlöndum að bættum aðgangi að upplýsinga- og samskiptatækni til að gefa fólki aukin tækifæri, til að mynda til menntunar og fræðslu. Í þessu námskeiði er einblínt á þróun stafrænna miðla og notkun þeirra sem tól fyrir félagslegar breytingar (e. social change). Notast er við raundæmi allt til dagsins í dag um hreyfingar og frumkvæði sem eiga rætur sínar í þessari stafrænu þróun. Þátttakendur munu leitast við að svara eftirfarandi spurningu:  Hvaða raunverulega hlutverki gegna þessar hreyfingar og frumkvæði á stafrænum miðlum í baráttunni fyrir félagslegum umbótumHvaða siðferðislegu álitamál fylgja þessari þróun? 

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja þekkja hvernig samskiptatækni er notuð til að móta og hvetja til byltinga.

Þátttökugjald er 164.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 18.-22. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst.   

Kennari

Kennari námskeiðsins er Andrea Guðmundsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.