Markaðsstefna og áætlanagerð

Markaðsstefna og áætlanagerð

Fjallað er um hvernig stjórnendur setja fram markaðsstefnu sem er vegvísir fyrir mikilvægar ákvarðanatökur varðandi vöru, þjónustu, sölu, verð, kynningaráætlanir, markaðssamskipti og dreifileiðir. Til umfjöllunar eru hugtök, líkön og kenningar sem eiga við allar stærðir og gerðir fyrirtækja og stofnana eins og sprotafyrirtækja og góðgerðarfélaga (e. non profit) sem og þroskaðra fyrirtækja sem hafa verið lengi á markaði. Áhersla á hagnýtingu m.a. með tilviksdæmum (e. case studies) til útskýringa og hagnýt verkefni.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra um gerð markaðsstefnu.

Þátttökugjald er kr. 156.000

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 3.-6. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember

Kennari

Kennari námskeiðsins eru Brynjar Þór Þorsteinsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

 

 

 

 

 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.