Markaðsfræði ferðaþjónustu og afþreyingar

Markmið þessa námskeiðs er að tengja sjónarhorn og sérstöðu ferðaþjónustu og afþreyingargreina við helstu áherslur í markaðsfræði með áherslu á upplifun. Námskeiðið byggir að grunni til á markaðsfræði þjónustu með megináherslu á vaxandi ferðaþjónustu og afþreyingargeira. Lögð er áhersla á ný fyrirtæki og áfangastaði.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga að öðlast þekkingu á helstu þáttum markaðsfræði ferðaþjónustu.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 28. febrúar 2022 og stendur til 26. apríl 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 17. - 20. mars.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við Háskólann á Bifröst. Brynjar hefur kennt ýmis námskeið sem tengjast ferðaþjónustu eins og  þjónustustjórnun og stafræn markaðssetning. Hann hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknum í ferðaþjónustu og þá sér í lagi markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu í samstarfi við Íslandsstofu, RMF og Háskólann á Akureyri. Brynjar hefur einnig stundað rannsóknir á ímynd áfangastaða og verið ráðgjafi þegar kemur að markaðsstefnumótun áfangastaða.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 11. febrúar.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM