Mannauðsstjórnun og hlutverk leiðtogans

Námskeiðið er grunnnámskeið í mannauðsstjórnun og um leiðtoga. Farið verður yfir helstu lykilatriði mannauðsstjórnunar í fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Meðal annars verður fjallað um starfsánægju, starfsmannaval, frammistöðumat, starfsmannaviðtöl og þjálfun starfsfólks. Sálfræðilegi samningurinn verður útskýrður og ýmis vandamál sem upp geta komið á vinnustað verða rædd. Fjallað verður um stefnumótun í starfsmannamálum, öflun nýrra starfsmanna, starfsþróun og starfsmat, viðbrögð við ófullnægjandi frammistöðu og brotum í starfi. Sérstök áhersla verður lögð á tengingu við leiðtogafræði og hlutverk leiðtogans í mannauðsstjórnun ásamt mikilvægi teymisvinnu. 

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar stjórnendum og öðrum sem hafa áhuga á hlutverki leiðtoga.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 28. febrúar 2022 og stendur til 26. apríl 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 17. - 20. mars.

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Haraldur Daði Ragnarsson, lektor og Þóra Þorgeirsdóttir, lektor við Háskólann á Bifaröst. Vera Dögg Höskuldsdóttir er aðstoðarkennari.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM