Mannauðsstjórnun
Nemendur tileinka sér nýjustu og helstu kenningar á sviði mannauðsstjórnunar og öðlast skilning og þjálfun í notkun þeirra. Farið er ítarlega í níu lykla mannauðsstjórnunar og kenningum um mannauðsstjórnun er gerð ítarleg skil. Markmiðið er að nemendur skilji mikilvægi mannauðsstjórnunar sem fræðigrein og sem mikilvægan þátt innan skipulagsheildar. Kynntir eru helstu þættir mannauðsstjórnunar og mikilvægt að nemendur tileinki sér efni þeirra í kennslu- og umræðutímum þar sem fengist er við úrlausnir tilviksdæma.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðir mannauðsstjórnunar.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 22. ágúst 2022 og stendur til 30. september 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 15.-18. September, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 3.-7. október.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Dr. Arney Einarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2022.
Upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is