Lýðræði og vald

Lýðræði og vald

Í þessu námskeiði er lýðræði tekið til gagngerrar skoðunar, inntak þess og eðli krufið. En einkum er ætlunin að meta styrk þess á krísutíumum, gera á því eiginlegt álagspróf. Fjallað er um fæðingu lýðræðis í Aþenu til forna, um fulltrúalýðræðið sem þróaðist eftir frönsku og bandarísku byltingarnar og það frjálslynda lýðræði sem varð til eftir seinni heimstyrjöld. Segja má að ferðasaga lýðræðisins sé hér til skoðunar. Þá er fjallað um áskoranir lýðræðisins og hvernig það hefur átt undir högg að sækja við þjóðfélagsleg áföll. Rætt er um ýmis lýðræðisríki sem dáið hafa drottni sínum og spurt hvort að yfirstandandi heimskrísa ógni hinu lýðræðislega stjórnarfari. Námskeiðið er nýstárlegt og verður kennt með spánýju sniði. Námskeiðið byggir á örfyrirlestrum sem hver tekst á við tiltekna spurningu eða áskorun er varðar lýðræði. Nemendum býðst að leggja fram sínar spurningar svo kennslan byggir með þeim hætti á gagnvirku samtali kennara og nemenda. Námsmat verður skil verkefnis sem nemendur velja eftir eigin áhugasviði. Einkunn verður í formi Staðið/Fallið.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja rýna og efla skilning sinn á lýðræði. 

Þátttökugjald er 156.000 kr

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2023.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.