Listir og samfélag

Listir og samfélag

Í þessu námskeiði er fjallað um helstu listgreinar (einkum tónlist, myndlist og leiklist) á gagnrýninn hátt út frá sjónarhóli félagsvísinda en meginkastljósið beinist að hlutverki listgreina í nútímanum hvað varðar sköpun, neyslu og viðtökur. Þó svo að sjónum sé einkum beint að tónlist, myndlist og leiklist (þ.m.t. leikhús, kvikmyndir og sjónvarp) verður megináhersla lögð á hlutverk og stöðu tónlistar og tengsl tónlistar við aðrar listgreinar.
Einkum verður sjónum nemenda beint að hinni ,,huldu listsköpun” og menningarstarfsemi sem alla jafna er lítið sýnileg (og á þá helst við í hinum dreifðari byggðum)

Þátttökugjald, forkröfur og einingar

Þátttökugjald er 219.000 kr

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur. Kennsla hefst 22. apríl 2024 og stendur til 31. maí 2024. Námsmat fer fram dagana 3. - 5. júní 2024. 

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sigrún Lilja Einarsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 8. apríl.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.