Landið mitt Ísland
Í námskeiðinu Landið mitt Ísland munu þátttakendur kynnast Íslandi frá hinum ýmsu hliðum. Umfjöllunarefnin eru meðal annars náttúruvernd, auðlindir, þjóðfræði, menningararfur, íslensk hönnun, nýsköpun og Ísland sem ferðamannaland. Sérstaklega verður fjallað um landfræði og lífshætti á mismunandi stöðum á landinu. Lögð er áhersla á að nemendur afli sér viðamikillar þekkingar um náttúruvernd og íslenska náttúru.
Þátttakendur munu þar að auki styrkja sig í notkun heimilda og APA tilvísunarkerfisins.
Fyrir hverja, þátttökugjald og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem eru vilja kynnast Íslandi frá ýmsum hliðum. Þátttakendur taka námskeiðið með nemendum í Háskólagátt. Námskeiðið er öllum opið.
Þátttökugjald er 18.750 kr.
Námskeiðið veitir 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á hæfniþrepi 3.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk einnar viku sem gefin er fyrir námsmat. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember - 1. desember.
Kennarar
Kennarar námskeiðsins eru Elín Eiríksdóttir og Björk Margrétardóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 2. október 2023.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.