Kenningar í leiðtogafræðum

Kenningar í leiðtogafræðum

Fjallað er um helstu kenningar á sviði forystu, alveg frá fyrstu kenningunum sem kenndar eru við “trait” eða eiginleika og til nýrri kenninga eins og sönn forysta “Authentic leadership” og siðferðileg forysta. Kafað er ofan í kenningarlegan grunn þessara kenninga og framlag þeirra til fræðanna rannsakað. Skoðaður er helsti munur nokkurra þeirra kenninga sem hafa haft mest áhrif og mat lagt á þær. Skoðað er hvernig þessar kenningar geta hjálpað okkur að stýra og leiða með betri árangri. Að auki er sérstök áhersla á Nordic leadership model, og hvaða þýðingu það hefur fyrir forystu og stjórnun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja þekkja kenninga í forystu sem geta hjálpað þeim að ná árangri í að stýra og leiða

Þátttökugjald er kr. 149.000

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. apríl 2022. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 23.-26. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Haraldur Daði Ragnarsson og Anna Marín Þórarinsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.