Jákvæð leiðtogafræði

Jákvæð leiðtogafræði

Leiðtogar stærstu fyrirtækjum heims eins og Microsoft og Google hafa innleitt aðferðafræði jákvæðrar sálfræði með eftirtektarverðum árangri.  Jákvæð leiðtogafræði (e. Positive Leadership)  sprettur upp úr jákvæðri sálfræði snýst um að veita leiðtoganum verkfæri til að stuðla að bættri vellíðan í starfsfólks í starfsumhverfinu, auki möguleika á framúrskarandi árangri og stuðla að möguleika einstaklingsins til að auka vellíðan og hamingju sína á vinnustaðnum.  

Námskeiðið er í senn hagnýtt og fræðilegt, en þátttakendur öðlast þekking á helstu leiðtogakenningum og rannsóknum í jákvæðrar leiðtogafræði. Einnig fá þátttakendur þjálfun í að byggja upp færni til að innleiða helstu inngrip jákvæðrar leiðtogafræði á sjálfan sig og sem leiðtogi hóps. Fjallað verður um grunnþætti jákvæðrar sálfræði og hver var hvatinn á bak við það að fræðigreinin varð til. Þá verður farið í raundæmi (e. case studies) þar sem jákvæð inngrip skiluðu góðum árangri fyrir ólíkar tegundir skipulagsheilda.  Áhersla er á að nemendur öðlist færni til að nýta jákvæð inngrip til að auka eigin vellíðan sem og til að hafa jákvæð áhrif á samferðafólk sitt sem leiðtogar framtíðarinnar.

Fyrir hverja, þátttökugjald, aðgangsviðmið og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra aðferðir jákvæðrar leiðtogafræði til að stuðla að árangri á vinnustöum

Þátttökugjald er 219.000 kr 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu í Borgarnesi. Kennsla hefst 1. mars 2024 og stendur til 19. apríl 2024. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 4.-7. apríl í Borgarnesi, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.     

Kennari

Kennari námskeiðsins er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2024.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.