Íslenska sem annað mál A.2.2 fyrri hluti

Íslenska sem annað mál A.2.2 fyrri hluti

Námskeiðið er hluti af námsleið í íslensku sem annað mál, og hægt er að taka það stakt eða halda áfram á námsleiðinni. 

Námskeiðið er á stigi A.2.2. á evrópska tungumálarammanum og er fyrra námskeið af tveimur á því stigi

Hér má sjá nánari upplýsingar um námsleið í íslensku sem annað mál

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Notast er við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra, verkefni og æfingar á rafrænu formi og sækja síðan vikulega umræðu- og verkefnatíma með kennurum þar sem þeir fá þjálfun í tali og hlustun á íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum. Vikulegir tímar verða í námskeiðinu. Nemendur geta búist við að verja 15-20 klst á viku í vinnu við námið. 

Vikulegar kennslustundir á Teams verða á miðvikudögum kl. 16:20-17:20

Aðgangsviðmið

Gert er ráð fyrir að þeir sem hefji námskeiðið hafi grunn í íslensku sem samsvarar stigi A.2.1. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sigríður Kristinsdóttir

Verð

Verð fyrir námskeiðið er 18.750 kr. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2024.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.