Íslenska sem annað mál 5 / Icelandic as Second Language 5

Íslenska 5

(English Below)

Námskeiðið er hluti af námsleiðinni Íslenska sem annað mál

Nemendur vinna í kennslubókinni íslenska fyrir alla 4. Byggt er á orðaforða fyrri stiga en einnig er unnið með nýjan orðaforða m.a. tengdan fréttum, bíómyndum og menningu. Málfræði fyrri stiga liggur til grundvallar og meiri krafa er gerð um að nemendur geti beitt henni í mæltu og rituðu máli. Áhersla er lögð á stuttar ritunaræfingar og í gegnum þær verður málfræðin æfð. Nemandi öðlasts færni í að skilja margræðari og lengri texta, tjá sig hiklaust og beitt blæbrigðum í máli. Efni námskeiðsins samræmist stigum B.1.2 í samevrópska tungumálarammanum.

Aðgangsviðmið

Nemendur þurfa að hafa grunn í íslensku sem samsvarar stigi B 1.1 í samevrópska tungumálarammanum. Umsækjendur taka stöðupróf og fá samtal við kennara til að skoða hvort námskeiðið henti þeirra getustigi. 

Fyrirkomulag kennslu, kennari, verð, umsóknarfrestur

Námskeiðið er í sex vikur auk námsmatsviku. Námskeiðin eru kennd í fjarnámi. Námskeiðið hefst 27.febrúar. Kennslu lýkur 14. apríl og námsmatsvika verður 17.-24. apríl. Fjögurra klukkustunda vinnustofa verður á Bifröst 25. eða 26. mars. Kennslustundir á Teams eru í hverri viku og á námskeiðsvef eru upptökur, námsgögn og verkefni. Námskeiðið jafngildir 5 framhaldsskólaeiningum og geta nemendur því búist við að verja um 15-20 klst á viku í vinnu við það.

Kennari námskeiðsins er Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Verð fyrir námskeiðið er 27.500

Umsóknarfrestur er til 13. febrúar

_________________________________________________________

The Course is a part of the Icelandic as Second Language Program

Students use the textbook Íslenska fyrir alla 4. Students continue to extend their vocabulary and students work with vocabulary from news, movies and culture. Students continue to use srammar from earlier stages. Students practice grammar through writing of texts. Students will work on understanding longer and more complicated texts, and will be able to express themselves fluently. At the end of the course students should have skills at level B.1.2 of the Common European Framework of Reference for Languages.  

Admission Criteria

At the start of the course, students are expected to have a knowledge of Icelandic equivalent to level B.1.1. of the Common European Framework of Reference for Languages. Applicants take a self-test at the beginning of their studies and have a meeting with the teacher in order to see if the course fits their ability level.

Structure, Teacher, Price and Deadline

The course is six weeks long with an additional week for assessment. The course is instructed online. The course starts on February 27th. Lessons finish on April 4th and assessment week will be on April 17th to 24th. A four hour long on-campus workshop will be on March 25th or 26th. Classes on Teams are once a week. Learning materials, recordings and assignments are available on the class page in the learning management system. The course is equivalent to five credit units at the secondary school level so students can except to spend 15-20 hours a week studying.

The teacher of the course is Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

The price of the course is ISK 27.500

Application deadline is February 13th

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.