Íslenska sem annað mál 3 / Icelandic as Second Language 3 - október

Íslenska 3

(English Below)

Námskeiðið er hluti af námsleiðinni Íslenska sem annað mál

Nemendur klára kennslubókina Íslenska fyrir alla 2 og byrja á fyrstu köflum þriðju bókarinnar. Kennd er og þjálfuð færni íslensks máls með lestri, helstu atriðum íslenskrar málfræði, hlustun og talþjálfun. Unnið er með spurnarorð, fallbeygingar, stigbreytingu lýsingarorða og tíðir sagna. Í þessum hluta er aukið enn við orðaforða og almenna færni í mæltu og rituðu máli og þjálfuð frjáls skrif. Nemandi á að geta tekist við hversdagslegar aðstæður daglegs lífs og tjáð sig um eigin áhugamál og áform.  Efni námskeiðsins samræmist stigum A.2.2  í samevrópska tungumálarammanum.

Aðgangsviðmið

Nemendur þurfa að hafa grunn í íslensku sem samsvarar stigi A 2.1 í samevrópska tungumálarammanum. Umsækjendur taka stöðupróf og fá samtal við kennara til að skoða hvort námskeiðið henti þeirra getustigi. 

Fyrirkomulag kennslu, kennari, verð, umsóknarfrestur

Námskeiðið er í sex vikur auk námsmatsviku. Námskeiðin eru kennd í fjarnámi. Námskeiðið hefst 17. október. Kennslu lýkur 25. nóvember og námsmatsvika verður 28. nóvember - 2. desember. Fjögurra klukkustunda vinnustofa verður á Bifröst 5. eða 6. nóvember. Kennslustundir á Teams eru í hverri viku og á námskeiðsvef eru upptökur, námsgögn og verkefni. Námskeiðið jafngildir 5 framhaldsskólaeiningum og geta nemendur því búist við að verja um 15-20 klst á viku í vinnu við það.

Kennari námskeiðsins er Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Verð fyrir námskeiðið er 27.500

Umsóknarfrestur er til 3. október

_________________________________________________________

The Course is a part of the Icelandic as Second Language Program

Students finish the textbook Íslenska fyrir alla 2 and start with the first chapters of Íslenska fyrir alla 3. They practice the Icelandic language by reading, grammar, listening and by speaking practice. Vocabulary is further extended and students work on skills in spoken and written language and practice writing. Students should be able to describe experiences, events and interests and give explanations for amitions and plans. At the end of the course students should have skills at level A.2.2 of the Common European Framework of Reference for Languages.

Admission Criteria

At the start of the course, students are expected to have a knowledge of Icelandic equivalent to level A.1.2. of the Common European Framework of Reference for Languages. Applicants take a self-test at the beginning of their studies and have a meeting with the teacher in order to see if the course fits their ability level.

Structure, Teacher, Price and Deadline

The course is six weeks long with an additional week for assessment. The course is instructed online. The course starts on October 17th. Lessons finish on November 25th and assessment week will be on November 28th to December 2nd. A four hour long on-campus workshop will be on November 5th or 6th. Classes on Teams are once a week. Learning materials, recordings and assignments are available on the class page in the learning management system. The course is equivalent to five credit units at the secondary school level so students can except to spend 15-20 hours a week studying.

The teacher of the course is Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

The price of the course is ISK 27.500

Application deadline is October 3rd

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.