Íslenska sem annað mál - námsleið

Íslenska sem annað mál

Námið í íslensku sem annað mál við Háskólann á Bifröst er sniðið að þeim sem þegar hafa grunn í íslensku en vilja efla kunnáttu sína svo þau geti tekist á við nám á íslensku, bætt stöðu sína á vinnumarkaði og nýtt íslenskukunnáttu til gagns í lífi og starfi.

Námsleiðin samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert samsvarar fimm framhaldsskólaeiningum og uppfylla hvert um sig viðeigandi hæfnisviðmið evrópska tungumálarammans. Nemendur geta skráð sig í stök námskeið eða námsleiðina í heild. Umsækjendur taka sjálfspróf til að sjá hvar þeir standa og hvaða námskeið hentar þeim að byrja á. Kennarar taka einnig viðtöl við þá sem hefja íslenskunám.

Nemendur í Háskólagátt á ensku taka námsleiðina sem hluta af sínu námi.

Aðgangsviðmið

Nemendur þurfa að hafa grunn í íslensku sem samsvarar stigi A1.1 í samevrópska tungumálarammanum. Þeir þurfa að kunna helstu kveðjur, geta kynnt sig, þekkja helstu persónufornöfn og eignarfornöfn, þekkja frumtölur, og svarað einföldustu spurningum.

Umsækjendur taka stöðupróf við upphaf náms. Þeim sem ekki hafa grunn til að hefja námið er bent á íslenskunámskeið símenntunarmiðstöðva eða www.icelandiconline.com.

Fyrirkomulag

Hvert námskeið er í sex vikur auk námsmatsviku. Námskeiðin eru kennd í fjarnámi. Einu sinni í hverri lotu er fjögurra klukkustunda vinnustofa á Bifröst. Kennslustundir á Teams eru í hverri viku og á námskeiðsvef eru upptökur, námsgögn og verkefni. Hvert námskeið jafngildir 5 framhaldsskólaeiningum og geta nemendur því búist við að verja um 15-20 klst á viku í vinnu við námskeiðið.

Skólaárið 2022-2023 er dagskrá námskeiðanna eftirfarandi:

 1. ágúst til 14. október. Vinnustofa 17. eða 18. september
 • Íslenska sem annað mál 1. Kennari: Sigríður Kristinsdóttir
 • Íslenska sem annað mál 2. Kennari: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
 1. október til 2. desember. Vinnustofa 5. eða 6. nóvember
 • Íslenska sem annað mál 2. Kennari: Sigríður Kristinsdóttir
 • Íslenska sem annað mál 3. Kennari: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
 1. janúar til 17. febrúar. Vinnustofa 28. eða 29. janúar
 • Íslenska sem annað mál 3. Kennari: Sigríður Kristinsdóttir
 • Íslenska sem annað mál 4. Kennari: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
 1. febrúar til 24. apríl. Vinnustofa 25. eða 26. mars
 • Íslenska sem annað mál 4. Kennari: Sigríður Kristinsdóttir
 • Íslenska sem annað mál 5. Kennari: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Námskeið námsleiðar

Námsleiðin samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert jafngildir 5 framhaldsskólaeingum og uppfylla hvert um sig viðeigandi færniviðmið evrópska tungumálarammans. Nemendur þurfa að standast lokaviðmið hvers námskeiðs til að geta haldið áfram í það næsta. Námskeiðin eru:

Íslenska sem annað mál 1

Nemendur vinna með síðari hluta kennslubókarinnar Íslenska fyrir alla 1 og byrja á fyrstu köflum Íslenska fyrir alla 2. Í námskeiðinu er unnið með sagnir og tíðir sagna. Unnið er með form orða, eignarfornöfn í eintölu og fleirtölu, fleirtölu nafnorða, forsetningar, kyn, málskilning, stóran og lítinn staf og orðaröð setninga. Framburður er æfður markvisst. Nemendur eru einnig þjálfaðir í lesskilningi og ritun mjög stuttra og einfaldra texta. Orðaforði um daglegt líf er æfður munnlega og skriflega með verkefnum. Við lok námskeiðs á nemandi að öðlast færni sem miðast við stig A.1.2 í samevrópska tungumálarammanum.

Íslenska sem annað mál 2

Nemendur vinna áfram með kennslubókina Íslenska fyrir alla 2 og ljúka um hálfri bókinni. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa munnleg samskipti og skilning á töluðu máli. Unnið er með grunnorðaforða sem tengist daglegu líf og lögð er sérstök áhersla á orðaforða tengdum áhugmálum og verslun. Nemendur eru einning þjálfaðir í lesskilningi og ritun stuttra texta. Unnið er meðal annars með töluorð, eignarfornöfn, forsetningar, ákveðinn greini og tíðir sagna. Við lok námskeiðs skal nemandi hafa færni sem samsvarar stigi A 2.1 í evrópska tungumálarammanum.

Íslenska sem annað mál 3

Nemendur klára kennslubókina Íslenska fyrir alla 2 og byrja á fyrstu köflum þriðju bókarinnar. Kennd er og þjálfuð færni íslensks máls með lestri, helstu atriðum íslenskrar málfræði, hlustun og talþjálfun. Unnið er með spurnarorð, fallbeygingar, stigbreytingu lýsingarorða og tíðir sagna. Í þessum hluta er aukið enn við orðaforða og almenna færni í mæltu og rituðu máli og þjálfuð frjáls skrif. Nemandi á að geta tekist við hversdagslegar aðstæður daglegs lífs og tjáð sig um eigin áhugamál og áform.  Efni námskeiðsins samræmist stigum A.2.2  í samevrópska tungumálarammanum.

Íslenska sem annað mál 4

Nemendur vinna í Íslenska fyrir alla 3 og ljúka henni. Unnið verður með beygingar nafnorða, sagna, töluorða, persónufornafna og lýsingarorða, samsettar tíðir og fleira. Nemendandi mun öðlast skilning á inntaki flóknari texta um bæði hlutbundin og afstæð efni, til dæmis um tæknileg atriði sem tengjast starfi eða áhugamáli.  Nemandi mun öðlast færni í að tjá sig á íslensku án hiks eða mikillar umhugsunar, og setja fram rök eða ástæður, skriflega og munnlega, að marki. Efni námskeiðsins samræmist stigum B.1.1 í  samevrópska tungumálarammanum

Íslenska sem annað mál 5

Nemendur vinna í kennslubókinni íslenska fyrir alla 4. Byggt er á orðaforða fyrri stiga en einnig er unnið með nýjan orðaforða m.a. tengdan fréttum, bíómyndum og menningu. Málfræði fyrri stiga liggur til grundvallar og meiri krafa er gerð um að nemendur geti beitt henni í mæltu og rituðu máli. Áhersla er lögð á stuttar ritunaræfingar og í gegnum þær verður málfræðin æfð. Nemandi öðlasts færni í að skilja margræðari og lengri texta, tjá sig hiklaust og beitt blæbrigðum í máli. Efni námskeiðsins samræmist stigum B.1.2 í samevrópska tungumálarammanum.

Námsmat

Notast er við fjölbreytt námsmat, en nemendur þurfa að ná lokaviðmiðum hvers námskeiðs til að geta haldið áfram í næsta námskeið.

Kennarar

Kennarar eru Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Sigríður Kristinsdóttir

Verð

Verð fyrir hvert námskeið er 27.500. Ef nemandi tekur öll fimm námskeiðin kostar það 137.500. 

Styrkur

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur rennur út tveimur vikum áður en hvert námskeið hefst.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.