Íslenska sem annað mál

Háskólinn á Bifröst býður upp á hágæða nám í íslensku sem öðru máli. Námið er sniðið að getustigi hvers og eins. Unnið er markvisst með færniþættina fjóra; lestur, skrift, talað mál og hlustun. Öllum nemendum er boðið að fara í stöðupróf áður en námið hefst þannig að tryggt sé að þeim sé mætt á sínu getustigi.

Um er að ræða fjarnám og er kennt gegnum kennslukerfið Canvas. Í hverju námskeiði verður einn vinnudagur á Bifröst þar sem unnið verður í hópum og málnotkun þjálfuð.

Íslenska 3:

Áfram er unnið með alla færniþætti málsins samkvæmt viðmiðunarramma Evrópuráðsins. Lesnir verða fjölbreytilegir textar og framburður æfður. Þessi áfangi hentar vel nemendum sem hafa skilning á málinu og vilja virkja óvirkan orðaforða sinn.

Þetta námskeið verður kennt 4. janúar til 11. febrúar.

Íslenska fjögur:

Nánari upplýsingar koma síðar.

Þetta námskeið verður kennt tvisvar, frá 18. október til 16. nóvember og 1. mars til 8. apríl.

Lesáfangi í íslensku

Nánari upplýsingar koma síðar.

Kennt verður 1. mars til 8. apríl.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Skráning fer fram á umsóknarkerfi Háskólans á Bifröst.

Hvert námskeið kostar 60.500

Information in English