Íslensk stjórnmál
Í þessu námskeiði er fjallað um sögu og uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins. Farið er ofan í saumana á íslenskri stjórnmálasögu og rætt um bæði gerð og eðli flokkakerfisins. Þá er íslensk stjórnskipun til sérstakrar greiningar. Farið er ofan í hlutverk Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla þar sem meðal annars er rætt er um lagasetningu og valdsvið ráðherra. Þá eru utanríkistengsl Íslands til skoðunar, svo sem í gegnum EES samninginn.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálum.
Þátttökugjald er kr. 156.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 10.-13. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.
Kennari
Kennari námskeiðsins er dr. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.