Innangur að vinnusálfræði

Kynnt eru grunnatriði, hornsteinar og hugmyndafræði vinnnusálfræðinnar. Áhersla er lögð á lykilkenningar og hugtök og leitast við að tengja hagnýtum aðferðum, ákvarðanatöku og mótun ferla í skipulagsheildum. Fjallað er um hugræn ferli, hegðun, viðhorf og velferð einstaklinga. Horft er til þess hvernig megi nýta rannsóknir, kenningar og vísindalega nálgun við starfsgreiningu, ráðningar, frammistöðustjórnun, sköpun hvatningar, stjórnun streitu og í teymis- og hópastarfi. Fjallað verður um rannsóknir, nýjar áskoranir og viðfangsefni og þróun er snýr að starfsumhverfi í ólíkum geirum atvinnulífsins og í ólíkum störfum. Einnig er komið inn á uppbyggingu og mótun vinnuhópa og teymisvinnu. 

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja kynna sér hugmyndafræði og aðferðir vinnusálfræðinnar.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 20. – 23. Janúar.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sverrir Hjálmarsson, stundakennari við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM