Hugmyndasaga

Fjallað er um meginstrauma í heimspeki og stjórnmálum 18. til 20. aldar, samhengi þeirra rætt
og áhrifasaga helstu verka og höfunda rakin. Lesnir eru kaflar úr verkum nokkurra helstu
hugsuða tímabilsins og nemendur kynnast þeim kenningum og viðhorfum sem mest áhrif hafa
haft á síðari tíma. Byrjað er á umfjöllun um upplýsingu og rómantík en hún gefur tóninn fyrir
helstu viðfangsefni þeirra höfunda sem á eftir koma. Lykilhöfundar eru m.a. Immanuel Kant, G.W.F. David Hume, G. W. Hegel, Friedrich Nietsche, Marx, Sören Kierkegaard, Hannah Arendt og Jean-Paul Sartre.

Sjá nánari í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á þróun hugmynda og kenninga á 18 til 20 aldar.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur næta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 28. febrúar 2022 og stendur til 26. apríl 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 24. – 27. mars.

Námsmat er fjölbreytt og byggir bæði á skriflegum og munnlegum verkefnum. Í námskeiðinu er ekki lokapróf heldur vinna nemendur lokaverkefni.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sævar Ari Finnbogason, heimspekingur og aðjúnkt við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2022.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á simenntun@bifrost.is

SÆKJA UM