Heildræn verslunarstjórnun

Heildræn verslunarstjórnun

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum mikilvægi heildrænnar verslunarstjórnunar (Omni channel retailing). Farið er í grunnhugtök tengd heildrænni verslunarstefnu (Omni channel retailing strategy), þ.m.t. þróun verslunarstefnu (retailing strategy evolution), viðskiptavinamiðun (customer centricity), kaupferli viðskiptavina (purchase journey), heildarupplifun viðskiptavina (customer experience) og persónumiðun (personalisation). Fjallað verður um hlutverk verslunar í stafrænum heimi til að mæta væntingum viðskiptavina og hámarka upplifun þeirra, samþættingu vefverslunar við hefðbunda verslun, markaðssetningu, þjónustu og lykil mælikvarða í heildrænni verslunarstjórnun (KPIs).

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á verslunarstjórnun og vilja læra aðferðir til gagnadrifinnar nútíma verslunarstjórnunar

Þátttökugjald er kr. 156.000.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 10.-13. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Edda Blumenstein, stundakennari við Háskólann á Bifröst

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.