Hagnýt lögfræði

Hagnýt lögfræði

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu grundvallaratirði í almennri lögfræði og þau réttarsvið lögfræðinnar sem eru mikilvægust í viðskiptalífinu, en þau eru: Kauparéttur - Farið verður yfir hvaða reglur gilda um kaup og sölu á vörum og þjónustu. Félagaréttur - Farið verður yfir helstu grundvallaratriði félagaréttar, þar á meðal algengustu félagaformin og hvað skilur þau á milli. Vinnuréttur - Farið verður yfir helstu atriði vinnuréttar, þar á meðal réttindi og skyldur á vinnumarkaði, starfsemi stéttarfélaga, vinnudeilur og ágreining á vinnumarkaði, orlof og lífeyri og hvernig standa eigi að ráðningum og uppsögnum. Samningaréttur - Farið verður yfir helstu atriði samningaréttar, þar á meðal hvernig samningar stofnast og helstu ógildingarástæður. Þá verður farið yfir grunnatriði í samningatækni. Skaðabótaréttur - Farið verður yfir helstu atriði skaðabótaréttar, þar á meðal grundvallarþætti sakareglunnar, hlutlæga ábyrgð og vinnuveitendaábyrgð. Evrópuréttur - Farið verður yfir helstu grundvallarþætti réttarkerfis Evrópusambandsins (ESB) og tengsl Evrópuréttar og íslensks réttar í gegnum EES-samninginn. Verðbréfamarkaðsréttur - Farið verður yfir helstu reglur sem gilda á verðbréfamarkaði sem og starfsemi kauphalla.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér grundvallaratriði almennar lögfræði og þau réttarsvið sem eru mikilvægust í viðskiptalífinu.

Þátttökugjald er kr. 156.000.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 22. ágúst 2022 og stendur til 30. september 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 8.-11. September, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 3.-7. október.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Unnar Steinn Bjarndal Björnsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

 

 

 

 

 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.