Hagnýt fjármál fyrir stjórnendur

Hagnýt fjármál fyrir stjórnendur

Á námskeiðinu er fjallað um helstu þætti er snúa að fjármálastjórnun. Námskeiðið er fyrir nemendur, hvort sem þeir hafa  fjármálabakgrunn eða ekki, en vilja í starfi sínu geta sinnt stjórnun fjármála. Um er að ræða hagnýta yfirferð fyrir nemendur sem vilja auka skilning sinn og m.a. vera virkari þátttakendur í umræðum um fjármál skipulagsheilda. Að námskeiði loknu er gert ráð fyrir að nemendur hafi hagnýta þekkingu á helstu þáttum við stjórnun fjármála.

Markmið  námskeiðsins er því að kynna fyrir nemendum helstu hugtök og aðferðir tengdar fjármálum og rekstri fyrirtækja s.s.lestur og greining ársreikninga, forsendur fjárfestingaákvarðana, fjármögnun og arðsemi tækifæra, fjármagnsskipan félagsins, gerð fjármögnunaráætlana, arðgreiðslustefna til hluthafa og aðferðir við verðmat félaga.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja geta sinnt stjórnun fjármála í starfi sína og tekið þátt í umræðum um fjármál skipulagsheilda

Þátttökugjald er kr. 149.000

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. apríl 2022. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 23.-26. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Jón Snorri Snorrason

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.