Gæðamál og þjónusta

Gæðamál og þjónusta

Takmarkið er að auka færni nemenda í þekkja helstu aðferðir við stjórnun og hvatningu starfsmanna í þjónustufyrirtækjum tengsl umbunar (sálrænnar hvatningar og fjárhagslegrar) við starfsánægju og ánægju viðskiptavina.

Þekking og leikni:

  • Geta fjallað um helstu hugtök gæðamála.
  • Vera fær um að mæla gæði á vettvangi.
  • Geta borið saman mismunandi gæðakerfi.
  • Geta sett upp einföld eyðublöð sem nýtast við gæðamælingar.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka færni sína í gæðaeftirlit í þjónustufyrirtækjum að beita aðferðum upplýsingatækni við líkanagerð og ákvarðanatöku á sviði birgða-, vöru- og rekstrarstjórnunar.

Þátttökugjald er 156.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 3. janúar 2023 og stendur til 17. febrúar 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 19.-22. janúar 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13.-17. febrúar 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Bárður Örn Gunnarsson og Einar Svansson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.