Friðar- og átakafræði
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhuga á fræðilegum og hagnýtum nálgunum á spurningunni um frið, átök og ofbeldi og viðbrögðum við þeim. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um breyttar birtingarmyndir átaka í alþjóðakerfinu eftir kalda stríðið og mismunandi hlutverk átaka. Í öðrum hluta munu þátttakendur skoða orsakir og gangverk átaka: efnahagslegar og pólitískar ástæður þeirra; öryggi óbreyttra borgara; þjóðernishyggju, þjóðerni og sjálfsmynd; hlutverk kynja, sem og þátt menningar- og umhverfisbreyta í átökum. Námskeiðið mun einnig kynna nemendum stjórnmálahagkerfi stríðs, stríðsherra og hlutverk ættjarðarástar við að byggja upp pólitískt vald í viðkvæmum ríkjum. Síðasti hluti námskeiðsins fjallar um friðarkenningar, mismunandi hugtök úr friðarfræði og hvernig friður er tryggður.
Þátttökugjald, forkröfur og einingar
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 23. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember – 1. desember.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Magnús Skjöld, dósent við Háskólann á Bifröst
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 2. október 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.