Frá hugmynd að framkvæmd

Frá hugmynd að framkvæmd

Í námskeðinu læra nemendur um ferlið frá hugmynd að framkvæmd. Þátttakendur munu vinna að raunhæfum verkefnum og nýta til þess aðferðarfræði og ýmis hagnýt tól, til að mynda Business Model Canvas ásamt Lean Startup, og einnig nýta ferla úr heimi nýsköpunar. Markmiðið er að í lok námskeiðsins hafi nemendur tök á þeirri hugmyndafræði, tækjum og tólum sem nýtast til þess að taka verkefni, vöru eða þjónustu frá hugmyndastigi á opinberan vettvang og verður lögð áhersla á tækifæri til nýsköpunar í verkefnunum. Farið verður ítarlega í grundvallaratriði styrkumsóknaskrifa og fjármálastjórnunar frumkvöðla og nýsköpunar verkefna. Þá verða kynntar helstu leiðir sem hægt er að nýta sér til að koma verkefnum á framfæri og hvaða fjármögnunarleiðir séu í boði fyrir frumkvöðla og nýsköpunarverkefni.

Námskeiðið byggist upp á vinnustofum og sjálfstæðri vinnu með stuðningi leiðbeinenda. Gestafyrirlesarar verða fengnir til að kafa dýpra í valin viðfangsefni.

Styrkumsóknaskrif og fjármögnun verkefna verður stór hluti áfangans. Skoðaðar verða mismunandi fjármögnunarleiðir verkefna með áherslu á nýsköpunarverkefni á hverju sviði. Einnig verður farið í hvaða góðu venjur er hægt að tileinka sér við styrkumsóknaskrif, hvort sem sótt er í innlenda, norræna, eða samevrópska sjóði. Skoðað verður hvernig sé best að byggja upp styrkumsóknir og skapa söguþráð sem heldur sér í gegnum þær og tengir saman hugmyndina, framkvæmdina og fjármögnunina.

Hvort sem nemendur eru með hugmynd sem þeir vilja hrinda í framkvæmd eða ekki, þá nýtast þau viðfangsefni sem kynnt eru á námskeiðinu á flestum sviðum atvinnulífsins, hvort sem það er í einkageiranum eða hjá hinu opinbera. Þau henta þá sérstaklega vel í nýsköpun í menningartengdum verkefnum.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar 

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra hagnýtar leiðir til að koma hugmyndum til framkvæmda 

Þátttökugjald er 149.000 kr

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur. Kennsla hefst 25. apríl 2023 og stendur til 31. maí 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst helgina 6.-7. maí en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Hanna Kristín Skaptadóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 11. apríl.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.