Fornaldarheimspeki
Í námskeiðinu verður fjallað um uppruna og þróun heimspekinnar í Grikklandi til forna jafnframt því sem sjónum er beint að heimspekinni sjálfri sem fræðigrein. Leitast verður við að varpa ljósi á viðfangefni sem tengjast ólíkum greinum heimspekinnar og hafa fylgt manninum í glímunni við gátur hennar allar götur síðan: Spurningar um grundvöll mannlegrar þekkingar, eðli mannshugans og hins ytri veruleika, mælskulist, stjórnlist, farsæld os.fr.v. Lesnir verða kaflar úr verkum Platóns og Aristótelesar auk annarra grískra höfunda.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína á heimpseki forn-Grikkja
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 18.-22. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Páll Rafnar Þorsteinsson
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.