Fjölmiðlar - siðferði og lög

Fjölmiðlar - siðferði og lög

Markmið þessa námskeiðs er að fjalla um lagaumgjörð fjölmiðla sem og siðferðileg álitamál sem snúa að miðlun. Meðal viðfangsefna eru upplýsingalög, meiðyrðalög, tjáningarfrelsi o.s.frv. Áhersla er lögð á að skýra samfélagslegt hlutverk fjölmiðla, siðferðilegar skyldur fjölmiðlafólks og réttindi almennings.

Þekking og leikni að loknu námskeiði:

  • Geta tileinkað sér greinargóða þekkingu á lagaumgjörð fjölmiðla.
  • Hafa færni til þess að greina og skýra lagaleg og siðferðileg álitamál sem snúa að fjölmiðlun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja hafa skilning á helstu siðferðilegu álitamálum er snúa að fjölmiðlun.

Þátttökugjald er 156.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. mars 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 16.-19. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Gunnar Sigvaldason & Helga Kristín Auðunsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.