Fjölmiðlafærni

Námskeiðið „fjölmiðlafærni“ er þjálfun sem miðar að því að nemendur fái innsýn inn í fjölmiðlaumhverfið, geti komið málefnum á framfæri við fjölmiðla, geti nýtt tækifærið vel í viðtölum. Fái innsýn inn í grundvallaratriði við að taka viðtöl. Hafi forsendur til að meta hvað er vel gert í fjölmiðlum og hvað ekki. Námskeiðið eykur skilning á fjölmiðlum sem fjórða valdinu. Hvað hefur áhrif á hvaða málefni komast í sviðsljósið og hvernig til tekst. Nemendur munu fá kynningu á íslenskum fjölmiðlum, æfa sig í að taka viðtöl og vera í viðtölum, lesa texta upp í myndavél, gera fréttatilkynningar og fleira verklegt í hópastarfi með samnemendum. Því er þátttaka á Vinnuhelgum og teamsfundum nauðsynleg.

Sjá nánari í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar fólki með eigin rekstur, fólki sem sér um kynningarmál fyrirtækja eða stofnana og fólki sem vill geta vera læst á íslenska fjölmiðla.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild og Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 20. – 23. Janúar. Námsmat byggist upp á einstaklings/paraverkefnum, hópverkefnum og lokaprófi.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sirrý Arnardóttir, stundakennari við Háskólann á Bifröst. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum. Hún stýrði útvarps- og sjónvarpsþáttum um árabil, ritstýrði tímariti, starfaði sem blaðamaður og við almannatengsl.

Sirrý hefur kennt við Háskólannn á Bifröst síðan 2008 og skrifað átta bækur, þ.á.m. Örugg tjáning – betri samskipti. Hún er menntuð í félags- og fjölmiðlafræði frá HÍ og stundaði framhaldsnám hjá bandarískri fjölmiðlasamsteypu og starfar um þessar mundir sem stjórnendaþjálfari og fyrirlesari. Nánari á sirry.is.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM