Fjármál og rekstur í skapandi greinum

Fjármál og rekstur í skapandi greinum

Þátttakendur fá innsýn í fjármögnun skapandi verkefna. Farið verður í grundvallaratriði varðandi stofnun og rekstur fyrirtækja. Kynnt verða helstu rekstrarform, kostir þeirrar og gallar. Nemendur fá kennslu í áætlunargerð og uppgjörum ásamt kynningu á grundvallarþáttum sem liggja þar að baki svo sem bókhald, laun og skattaskil.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast aukinn skilning á alþjóðlegu fjármálakerfi

Þátttökugjald er 164.000 kr.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 23. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember – 1. desember.    

Kennari

Kennari námskeiðsins er Guðný Guðjónsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 2. október 2023. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst


SÆKJA UM