Breytinga- og krísustjórnun

Breytinga- og krísustjórnun

Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakenda í glímunni við breytingar. Eftir námskeiðið geta þátttakendur tekið þátt í þróun og mótun breytingavinnu útfrá þekkingu sinni á aðferðum og kenningum. Þeir munu geta lagt sjálfstætt mat á ólíkar aðferðir til að byggja breytingaáætlanir á, í samræmi við markmið breytinganna.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra efla færni sína í að takast á við stjórnun breytinga.

Þátttökugjald er kr. 156.000

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 3.-6. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Haraldur Daði Ragnarsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.