Alþjóðlegir straumar og stefnur í skapandi greinum
Þátttakendur kynnast þeirri þróun sem er að verða í skapandi greinum og þeim áskorunum sem atvinnuvegurinn stendur frammi fyrir. Sérstök áhersla er lögð á nýsköpun innan skapandi greina og hvernig stofnanir og fyrirtæki aðlagast breyttum tímum. Skoðað verður hvernig hönnunarhugsun er nýtt þegar nýsköpunarverkefni eru í þróun og litið til mikilvægra þátta í stjórnun, stefnumótun og fjármögnun.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast innsýn í þá þróun sem er að verða í skapandi greinum og hvernig má aðlagast breyttum tímum.
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fimmtán vikur og þátttakendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst og eina á Teams. Kennsla hefst 21. ágúst 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 7.-10. september 2023 og ein Teamslota dagana 2.-5. nóvember en nánari tímasetningar eru kynntar í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember - 1. desember 2023.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Michael Hendrix
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.