Ákvarðanataka og líkanagerð

Ákvarðanataka og líkanagerð

Fjallað um hagnýtingu forrita til verkefnastjórnunar og kennt á algeng forrit til verkefnastjórnunar. Markmið er að veita fræðilega og hagnýta færni í notkun á algengum hugbúnaði sem stjórnendur nota.

  • MS Project – að setja upp verkáætlanir, aðfangastjórnun og framvinda
  • Mind Manager – uppsetning og vinna með Hugarkort við skipulag og undirbúning verkefna
  • Trello - þjálfun í notkun við verkefnavinnu og tímastjórnun
  • Word umbrot – umbrot í Word og vinna með Zotero
  • Excel – gerð líkana, úrvinnslu gagna með veltitöflum (pivot) samhliða áhættu- og kostnaðargreiningu.

Sjá kennsluskrá hér, 

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna sér hagnýtar aðferðir til ákvarðanatöku. 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.

Þátttökugjald er kr. 75.000

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu. Kennsla hefst 19. ágúst 2024 og stendur til 27.september 2024. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 13. - 15. september, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Halldóra Traustadóttir, stundakennari við Háskólann á Bifröst. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2024.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.