Áhætta og loftslagsbreytingar
Loftslagsbreytingar eru staðreynd í nútíma sem fyrirtæki og stofnanir gera í auknum mæli ráð fyrir. Veðurfar hefur breyst frá því sem áður var alls staðar í heiminum og mun gera áfram á næstu árum með enn meiri hraða en áður. Breytingar á veðurfari leiða af sér annarskonar breytingar á borð við súrnun sjávar, hækkun sjávaryfirborðs, bráðnun á sífrera og margt fleira. Eru þá ótaldar þær samfélagslegu breytingar sem eru óumflýjanlegar vegna þessara breytinga. Breyting á orkukerfum heimsins, flutningum, samgöngum og breytt hugsun almenning mun skapa áskoranir og tækifæri í öllum samfélögum, samskiptum og rekstri.
Hverjar helstu áhættur í rekstri vegna loftslagsbreytinga? Hvernig munu þessar breytingar hafa áhrif á rekstur og hvað er það sem hægt er að sjá fyrir? Hvaða tæki og tól eru til þegar taka þarf þessar fjölmörgu mismunandi breytur inní áhættumat?
Þetta námskeið er hannað með það í huga að þátttakendur geti lagt mat á loftslagstengda áhættu hvar sem þau ber niður í íslensku atvinnulífi og samfélagi.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla færni sína í að meta áhættu í rekstri vegna loftslagsbreytinga
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu í Borgarnesi. Kennsla hefst 1. mars 2024 og stendur til 19. apríl 2024. Um fjögurra stunda vinnustofa verður á tímabilinu 14.-17. mars í Borgarnesi, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Snjólaug Ólafsdóttir
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2024.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.