Upplyfting heldur alvöru sveitaball á Bifröst 13. september 2018

Upplyfting heldur alvöru sveitaball á Bifröst

 

Framundan er alvöru sveitaball á Hótel Bifröst föstudaginn 14. september næstkomandi. Þar mun Hljómsveitin Upplyfting sjá um að halda uppi stuðinu en ballið er um leið útgáfutónleikar nýjustu plötu hljómsveitarinnar. Einnig munu nokkrir úr hópi Bifrestinga stíga á stokk og rifja upp gamla takta.

Ballið hefst klukkan 21 með fordrykk í Kringlunni og eru allir Bifrestingar og velunnarar hvattir til að mæta á ball og upplifa hina eina, sanna Bifrastaranda. Aðgöngueyrir er aðeins 1000 krónur og er greitt við innganginn.

Ballið er liður í 100 ára afmælishátíð Háskólans á Bifröst en framundan eru einnig Listaverkarallý þann 22. október, þar sem í boði verður leiðsögn um listaverk í eigu háskólans, og formleg afmælishátíð Háskólans á Bifröst þann 3. desember næstkomandi.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta