Stefnumótunarfundur á Bifröst 1. nóvember 2017

Stefnumótunarfundur á Bifröst

Þann 21. október síðastliðinn hélt stjórn Háskólans á Bifröst stefnumótunarfund. Til fundarins var boðað fulltrúaráð skólans, starfsfólk, nemendur og fulltrúar aðstandenda skólans. Góð mæting var á fundinn og mörg áhugaverð sjónarmið viðruð. Velt var upp spurningum er lutu m.a. að stefnupýramíða skólans, Háskólanum á Bifröst eftir 10 ár, tengingu skólans við atvinnulífið, áherslum varðandi námsframboð og kennsluhætti, framtíðar staðsetningu skólans, forgangsmál næstu ára og fleira.

Í kjölfarið verður tekin saman skýrsla um helstu niðurstöður fundarins sem byggt verður á við áframhaldandi stefnumótunarvinnu fyrir háskólann.

Í tilfefni stefnumótunarfundarins hafa verið birt á Facebook síðu Háskólans á Bifröst, sjö stutt myndbönd eða eitt á dag síðan fundurinn fór fram. Þá má einnig finna myndböndin undir flipanum ,,stefnumótunarfundur 2017" á heimasíðu skólans. Á þessum myndböndum má sjá fundargesti m.a. tjá sig um framtíðarsýn og stefnu skólans. Einnig má finna myndir frá viðburðinum hér

1. hluti

2. hluti

3. hluti

4. hluti

5. hluti

6. hluti

7. hluti

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta