Starfsþjálfanám í ferðaþjónustu hefst í janúar 5. janúar 2017

Starfsþjálfanám í ferðaþjónustu hefst í janúar

Starfsþjálfanám í ferðaþjónustu við Háskólann á Bifröst, TTRAIN, skilar þátttakendum verkfærum sem nýtast í starfi strax frá fyrsta degi. Á námskeiðinu eru kynntar mismunandi kennsluaðferðir og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu.

TTRAIN snýst um að þróa aðferðir til að mennta fólk í ferðaþjónustu sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun ESB.  Verkefnisstjórn er í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og einnig taka þátt í því Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst. Erlendir samstarfsaðilar eru frá Finnlandi, Austurríki og Ítalíu. Þessir aðilar hafa í sameiningu þróað námsskrá sem kennt hefur verið eftir í hverju þátttökulandi í tilraunaskyni.

„Mér fannst ég vera alveg með „puttann á púlsinum“ eftir námskeiðið og það gaf mér sjálfstraust til að takast betur á við þær áskoranir sem fylgja því að þjálfa nýtt starfsfólk. Góð nýliðaþjálfun hefur strax skilað sér í betri árangri starfsmanna,“ segir Sandra Bjarney Helgadóttir móttökustjóri Grand Hotel, sem sótti námskeiðið síðastliðið haust.

Umsóknarfrestur er til 13. janúar næstkomandi og má nálgast allar helstu upplýsingar um námskeiðið og fyrirkomulag þess hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta