Námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu 30. nóvember 2016

Námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu

Háskólinn á Bifröst kemur til móts við aukna þörf fyrir menntun innan ferðaþjónustunnar með lengri og styttri námskeiðum sem skilar þátttakendum verkfærum sem nýtast strax frá fyrsta degi. Meðal þessara námskeiða er sérstakt starfsþjálfanám í ferðaþjónustu þar sem þátttakendur kynnast mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu.

„Námskeiðið hefur mælst ákaflega vel fyrir en það er byggt á samevrópska verkefinu TTRAIN. Það snýst um að þróa aðferðir til að mennta fólk í ferðaþjónustu sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru," segir Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri á þróunar- og alþjóðasviði Háskólans á Bifröst. Þátttakendur á tilraunanámskeiði voru starfsmenn frá Icelandair hotels, Heldi, Íslandshótelum, Landnámssetri Íslands og Reykjavík Excursions og segir Magnús Smári þá alla hafa látið vel að námskeiðinu.

Magnús Smári kynnti verkefnið á fræðslufundi í fundaröðinni Menntun og mannauður í Húsi atvinnulífsins fyrr í haust og má nálgast frétt um fundinn hér.

Umsóknarfrestur á námskeiðið er til 5. janúar næstkomandi og má nálgast allar helstu upplýsingar um námskeiðið og fyrirkomulag þess hér.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta