Jólaverslun 2015 og jólagjöfin í ár 20. nóvember 2015

Jólaverslun 2015 og jólagjöfin í ár

Rannsóknaseturs verslunarinnar áætlar að jólaverslun aukist um 7% frá síðasta ári. Ef leiðrétt er fyrir verðhækkunum á tímabilinu nemur aukningin 6,5% að magni til.  Samkvæmt spánni má ætla að hver landsmaður verji að meðaltali um 45.300 krónum til kaupa á vörum fyrir jólin í nóvember og desember umfram verslun aðra mánuði ársins.

Jólagjöfin í ár eru „Þráðlausir hátalarar eða heyrnatól“

Það er mat sérskipaðrar valnefndarinnar að jólagjöfin í ár séu „Þráðlausir hátalarar eða heyrnatól“. Í röksemdum segir að með aukinni notkun snjalltækja hafi jafnframt orðið miklar framfarir í þróun á tækjum til að hlusta á tónlist úr tónlistaveitum, lestur af rafbókum, hlaðvarpa og streymissíðna. Æ algengara verður að fólk á öllum aldri njóti hlustunar úr þráðlausum hljómtækjum. Aðrar ástæður fyrir því að þráðlausir hátalarar og heyrnatól rati í jólapakkana í ár séu miklar framfarir í gæðum á hljómburði og ekki síður hönnun þeirra og útliti. Slík tæki fást á mjög breiðu verðbili.

Sjá skýrslu um jólaverslunina og Jólagjöfina í ár.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta