Jafnréttisdagar 2020 30. janúar 2020

Jafnréttisdagar 2020

Jafnréttisdaga háskólanna verða haldnir dagana 3. – 7. febrúar næstkomandi og verða viðburðir þeim tengdir í öllum skólum. Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun. Áhersla er lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um normið – hið „eðlilega“ – og hið undirskipaða undir smásjána.

Á Bifröst verða haldnir tveir viðburðir, sá fyrsti er setning jafnréttisdaga sem er klukkan 12:00 mánudaginn 3. febrúar og er í Kringlu á Hótel Bifröst. Seinni viðburðurinn verður í nemendafélags aðstöðunni á Bifröst klukkan 20:00 fimmtudaginn 6. febrúar. Boðið verður upp á léttar veitngar á báðum stöðum og eru allir velkomnir.

Eins og áður segir þá er dagskrá í öllum háskólum landsins í tengslum við Jafnréttisdaga, þá má finna hér á Facebook síðu Jafnréttisdaga.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta