#HvarerOAstefnan? 22. október 2020

#HvarerOAstefnan?

Vikan 19.-13. október er tileinkuð opnu aðgengi (open access week),þ.e. opnu aðgengi að rannsóknarniðurstöðum og vísindagreinum.

Flestar rannsóknarniðurstöður birtast í tímaritum sem greiða þarf áskriftargjöld að en þar að auki þarf iðulega að greiða aukalega fyrir aðgang að nýjum greinum. Afleiðing þessa er mikil mismunun ríkir varðandi aðgang að þekkingu þannig að aðgengi efnaðra þjóða að slíku efni er allt annað en aðgengi fátækari þjóða.

Háskólabókasöfn á Íslandi starfa saman að viku opins aðgengis á Íslandi og af því tilefni birtist vikuna 19.-23 október ein grein á dag um málefnið í Kjarnanum. Miðvikudaginn 21. október birtist þar grein Þórnýjar Hlynsdóttir forstöðukonu bókasafns Háskólans á Bifröst þar sem hún segir frá tveimur einstaklingum, ungu fólki í ólíkum heimshlutum sem sagði ríkjandi kerfi stríð á hendur. Fyrirsögn greinarinnar er Píratadrottningin og hakkarinn.

Nánari upplýsingar um opið aðgengi er að finna á netsíðunni opneaccess.is.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta