Hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla 1. febrúar 2016

Hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri félagsvísindasviðs, hlýtur styrk til rannsóknarstarfa við Oxford háskóla.

Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri Félagsvísindasviðs við Háskólann á Bifröst, hlaut á dögunum styrk (individual fellowship) úr Marie Sklodowska-Curie áætlun Evrópusambandsins til eins árs rannsóknarstarfa við Háskólann í Oxford á skólaárinu 2016 - 2017. Styrkir þessir eru veittir evrópskum rannsakendum (og samstarfsstofnunum þeirra) vegna tímabundinna rannsóknarstarfa við erlendar vísindastofnanir, auk kennslu og þjálfunar á sviði rannsókna.

Sigrún mun starfa við tónlistardeild Háskólans í Oxford en rannsóknarverkefni hennar snýr að tónlistarhefð og tónlistarstarfi innan veggja háskólans með sérstakri áherslu á sögu, hefðir og menningarpólitísk álitamál.

Hörð samkeppni hefur verið um þessa styrki og felst því mikil viðurkenning í þessari styrkveitingu. Háskólinn á Bifröst óskar Sigrúnu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta