Góð stemning um helgina í öflugum hópi nýrra Bifrestinga 22. ágúst 2017

Góð stemning um helgina í öflugum hópi nýrra Bifrestinga

Nýnemadagar Háskólans á Bifröst voru haldnir dagana 17. – 19. ágúst síðastliðinn og mörkuðu upphaf skólaársins.

Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri kennslu og þjónustu sagði góða stemningu meðal nýnema, nemendur kæmu víða að og þau væru mjög áhugasöm. Vinnustofur sem boðið var uppá á föstudaginn voru vel sóttar bæði af grunn- og meistarnemum og þar var m.a. Unnur Brá Konráðsdóttir forseti Alþingis með fjölsótta vinnustofu. Nýnemar í háskólagáttinni mættu svo á föstudaginn og var mjög góð mæting hjá þeim. Það var greinileg tilhlökkun í lofti og hópurinn reiðubúinn að takast á við námið.

,, Það er alltaf ánægulegt þegar nýtt skólaár hefst og nýjir nemendur mæta á staðinn, og ég gat ekki betur séð að þau hafi notið þess að koma hingað og kynnast bæði staðnum og hvert öðru.” sagði Sigrún

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta