Glæsileg afmælishátið á Bifröst 6. desember 2018

Glæsileg afmælishátið á Bifröst

Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til Samvinnuskólans sem stofnaður var árið 1918 og var þeim 100 ára tímamótum fagnað með afmælishátíð á Bifröst þann 3. desember síðastliðinn. Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar var háttvirtur forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson og hófst hátíðin með ávarpi hans en einnig ávörpuðu hátíðagesti þingmenn, hollvinir skólans, fyrrverandi skólastjórar og rektor og starfsfólk háskólans. Í dag er skólinn viðskiptaháskóli sem hefur það hlutverk að mennta ábyrgt forystufólk í atvinnulífinu og samfélaginu og er skólinn í fararbroddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla.

Fjölbreytt nám er í boði við viðskiptadeild og félagsvísinda- og lagadeild m.a. meistaranám í markaðsfræði, menningarstjórnun og viðskiptalögfræði. Umsóknarfrestur fyrir nám á vorönn er 10. desember.

Hér má sjá stutt myndband frá hátíðinni.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta